Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 17:16 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira