Solskjær hrósaði sínum mönnum í hástert að leik loknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 19:11 Ole Gunnar Solskjær sveif um á bleiku skýi að leik loknum í dag. Getty/Rui Vieira Ole Gunar Solskjær gat vart verið stoltari af sínum mönnum er hann mætti í viðtal eftir 2-0 sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta tap City síðan í nóvember á síðasta ári. „Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
„Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
„Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51
Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25