Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira