Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 19:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Vísir/Vilhelm Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, vísar á bug gagnrýni um að of langur tími hafi liðið þar til starfsfólk var upplýst um smitið. Einni deild hefur verið lokað á spítalanum en hann býst við að hún opni á morgun. Annar þeirra sem smitaðist af einstakling með breska afbrigði kórónuveirunnar er starfsmaður á A3 á Landspítalanum. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga vissi af smitinu klukkan sex á laugardag en það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsfólk deildarinnar sem viðkomandi starfar fékk að vita af því og var boðað í sýnatöku eða sóttkví. „Þegar það kemur upp smit hjá starfsmanni eða sjúklingi inn á spítalanum, þá fer í gang mjög viðamikið viðbragð og það felur í sér að í fyrsta lagi þarf að vita hvar viðkomandi starfsmaður hefur verið að starfa og hverja hann hefur hugsanlega útsett,“ segir Már. Hann segir fleira koma til og að yfirmenn og stjórnendur þurfi að vita það ef viðbragð feli í sér röskun á starfsemi. Þeirra hlutverk sé svo að hafa samband við starfsmenn. Kortlagning hafi staðið yfir fram yfir miðnætti á laugardagskvöld og strax um morguninn hafi verið byrjað að hafa samband við fólk. Már segir einnig að þessi atburður sýni að allir klínískir starfsmenn séu í raun framlínustarfsmenn. „Það vita það náttúrulega allir að það er of litlu bóluefni til að dreifa og það er ákveðin reglugerð um það hvernig skuli bólusetja,“ segir Már varðandi það hvort forgangsröðun verði breytt eftir þetta atvik. Hann segir að reglum hafi verið fylgt eftir varðandi það bóluefni sem spítalinn hafi fengið en Már segir mörgum finnast spítalinn hafa átt að fá meira. „Það væri stórkostlegt ef sjúklingar sem koma til okkar geti verið fullvissir um að við séum öll bólusett. Því er ekki fyrir að fara,“ segir Már. Hann segir einnig að nú horfi til betri tíma og vonir standi til að allir heilbrigðisstarfsmenn verði bólusettir fyrir lok apríl. Í samtali við fréttastofu segir Már einnig að vonast sé til þess að hægt verði að endurvekja einhverja starfsemi á A3 deildinni strax á morgun og vonandi frekar þegar liðið sé á vikuna. Það sé vegna þess að margir læknar deildarinnar hafi verið bólusettir og þurfi því eingöngu í úrvinnslusóttkví. „þetta setur strik í reikninginn. Stemningin hérna í síðustu var þannig að þetta væri allt saman að verða býsna rólegt og gott. Við höfum verið að draga aðeins úr okkar viðbragði, eins og hefur verið að gera í samfélaginu og það er eiginlega hlálegt að akkúrat þegar við erum aðeins að reyna að taka skref aftur á bak, þá skuli þetta koma,“ segir Már. Hann segir þetta sýna hve lúmsk nýja kórónuveiran er. „Það þarf mjög lítið til og það má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir bólusetningar og þá sex þúsund aðila sem hafa tekið smit, þá er ennþá 90 prósent þjóðarinnar sem er næm fyrir veirunni.“ „Á meðan við fáum aðila erlendis frá, þar sem faraldurinn geisar sem aldrei fyrr, í rauninni, þá er þetta ekkert búið. Þessi atburður er vitnisburður um það.“ Ríflega 90 manns hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi og þar af flestir á landamærunum. Már segist ekki vita til þess að nokkur smitaður af því afbrigði hafi verið lagður inn á sjúkrahús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58 Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26
Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 8. mars 2021 10:58
Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 8. mars 2021 08:16
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent