Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 23:23 Hafsteinn Karlsson er skólastjóri í Salaskóla. Aðsend Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. „Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
„Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39