Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 15:25 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59