Innlent

Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel

Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Frá vettvangi slyssins á sunnudag.
Frá vettvangi slyssins á sunnudag. Aðsend

Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans.

Barnaafmæli var í gangi í húsinu þegar slysið varð og börn að leik fyrir utan. Drengurinn var að leika sér í rólu ásamt systur sinni þegar mannlaus bíll rann niður brekku við húsið og skall á rólunni. Drengurinn varð undir bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá foreldrum drengsins var hann með meðvitund allan tímann. Hann hafi fengið fyrstu hjálp strax á vettvangi en svo lagður inn á gjörgæsludeild.

Þaðan var hann útskrifaður í dag og liggur nú á barnadeild Landspítala. Drengurinn hlaut áverka á höfði og skrámur á fæti en braggast vel.

Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í gær að ökumaður bílsins hefði rétt skotist út úr bifreiðinni til að loka dyrum á öðrum bíl. Hann hefði skilið bílinn eftir í gangi, hvorki í handbremsu né gír, og bíllinn runnið niður brekkuna.


Tengdar fréttir

„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×