Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk gegn Sevilla í gær. Hann hefur nú skorað 20 mörk í Meistaradeildinni. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira