Þetta kemur fram í Fréttablaðinu þar sem vísað er til þess að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi veitt hækkunina að undangengnu mati á frammistöðu Bjarna í starfinu.
Laun hans fyrir hækkun voru 2,5 milljónir króna á mánuði. Fram kemur í Fréttablaðinu að Bjarni fái sömuleiðis eingreiðslu upp á þrjár milljónir króna þar sem launakjör hans hafi ekki verið uppfærð í tvö ár, eins og segir í samþykkt stjórnarinnar.
Í Fréttablaðinu kemur fram að Orkuveita Reykjavíkur hafi fengið endurskoðunarfyrirtækið PWC til að vinna fyrir sig könnun um laun forstjóra og aðalframkvæmdastjóra hjá stóriðju- og veitustarfsemi annars vegar og hjá fyrirtækjum með yfir fjörutíu milljarða króna í veltu hins vegar.
Könnunin hafi náð til 24 fyrirtækja og reyndust heildarlaun þess hóps að meðaltali tæplega 4,2 milljónir króna á mánuði árið 2020.
Bjarni var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í febrúar árið 2011 og hefur því sinnt starfinu í tíu ár.