Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira