Hvar er verndin? Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir skrifar 12. mars 2021 09:00 Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd. Þennan þráð má þannig finna í skjali dómsmálaráðuneytisins um „Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu,“ sem kom út árið 2019. Þennan þráð má finna í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi, og enn fremur íPalermó-sáttmálanum sem hefur verið fullgilt samkomulag hér á Íslandi í tíu ár. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Nú hyggst dómsmálaráðherra breyta mansalsákvæði hegningarlaga. Í frumvarpi ráðherrans er ætlunin að rýmka heimildir ákvæðisins, bæði til þess að auka vernd þolenda mansals og til að auka líkur á að brotafólk sé sótt til saka. Eða svo segir í það minnsta á vef Alþingis. Hins vegar er ekki augljóst hvernig fyrirhuguð breyting mun í raun vernda þolendur. Það verður ekki af frumvarpinu tekið að það rýmkar vissulega heimildir til að refsa illvirkjum, sem er jú mikilvægur liður í aðgerðum gegn mansali. Aftur á móti er ekkert í frumvarpinu sem bendir til sérstakra aðgerða til að verja þolendur, ekki frekar en í núverandi lagabókstaf. Enn og aftur er áherslan á aðgerðir sem seint verður hægt að flokka sem beina vernd. Oftar en ekki eru þolendur mansals hælisleitendur, flóttafólk, týnt fólk, óskráð fólk. Fólk sem er að flýja ofbeldi, nauðganir og ólýsanlegan hrylling. Fólk sem þráir lausn úr aðstæðum sínum. Fólk sem þarf vernd og okkur, sem siðmenntað og mannúðlegt samfélag, ber skylda til að veita þessa vernd. Að sækja til saka einn mann hér eða þar hrekkur skammt þegar þolendum er síðan vísað á dyr og sendir aftur í gin kvalarans. Það kemur alltaf hrotti í hrotta stað. Því þarf alþjóðasamfélagið - Ísland þar með talið - að leggja meiri og sterkari áherslu á verndina sem þolendur eiga að fá. Þau þurfa að geta treyst á öruggt skjól og ekki skal gleyma að Alþingi, sem löggjafi þessa lands, hefur samþykkt þessa áherslu. Okkur ber að vernda þolendur mansals. Höfundur er sitjandi þingkona Pírata.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun