Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni.
Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu.
Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins.
Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik.
Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished.
— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021
No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV
Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu.
„Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum.
„Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp.
Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL
— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021
Most tackles made: Thiago
Most duels won: Thiago
Most recoveries: Fabinho
Most interceptions: Fabinho
Jürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P
Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni.
Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið.
Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021