Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 14:10 Stuðningsmaður Alexe Navalní heldur á mynd af honum. Navalní var dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm þegar dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn á meðan hann lá á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum í Rússlandi. Vísir/EPA Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn þefaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn þefaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent