Atvinna, mannréttindi eða forréttindi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. mars 2021 09:01 Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun