Enski boltinn

„Ó­­skiljan­­leg niður­­­sveifla ensku meistaranna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool mætir Úlfunum á útivelli annað kvöld. 
Liverpool mætir Úlfunum á útivelli annað kvöld.  Phil Noble/Getty

Fyrrum danski landsliðsmaðurinn Morten Bruun skrifar vikulega pistla á danska miðilinn BT um allt milli himins og jarðar í fótboltanum og þessa vikuna var Liverpool meðal annars til umræðu.

Vikuleg skrif hans bera nafnið „Bruuns barometer“ en þessa vikuna beindi hann spjótum sínum að bæði Liverpool og danska miðverðinum Simon Kjær.

„Það var gott að Liverpool vann RB Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni því 2021 hefur annars verið óskijanleg niðursveifla fyrir ensku meistarana,“ skrifaði Morten Bruun í sínum vikulega pistli.

Liverpool komst áfram eftir 2-0 sigur á Leipzig í síðari leiknum í Búdapest í vikunni en Liverpool vann fyrri leikinn, einnig í Búdapest, 2-0. Gengið hefur hins vegar verið verra í deildinni.

„Það er næstum óskiljanlegt að Liverpool hefur tapað sex leikjum í röð á þeirra annars óvinnalega heimavelli. Chelesa og Man. City hafa unnið á Anfield en Brighton, Burnley og Fulham hafa líka gert það.“

„Liverpool hefur lent í vandræðum með meiðsli lykilmanna, verst af öllu Virgil van Dijk, en það er ekki einasta ástæðan fyrir gengi þeirra. Þeir voru meistarakandídatar fram til áramóta en nú er óvíst hvort að spili í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“

„Og svo hefur eitthvað náð til Jurgen Klopp. Hann leitar að rétta byrjunarliðinu og virkar ansi pirraður er hann kemur fram,“ bætti Morten Bruun við.

Liverpool spilar við Wolves annað kvöld á Molineux leikvanginum. Hefst leikurinn klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×