Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:38 Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT
Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41