Það tók verðandi Englandsmeistara Chelsea aðeins tvær mínútur að komast yfir og átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Sam Kerr með bæði mörkin.
Fran Kirby bætti svo við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 4-0 í hálfleik. Kerr fullkomnaði þrennu sínu snemma í síðari hálfleik og að var staðan orðin 6-0 strax á 55. mínútu þökk sé marki Guro Reiten.
Svo virðist sem Chelsea-konur hafi slakað á klónni eftir að komast sex mörkum yfir fór það svo að þær unnu leikinn – sem fram fór á Vicarage Road, heimavelli Watford – þægilega 6-0.
@ChelseaFCW retain the FA Women's Super League Cup with victory against @bristolcitywfc@SamKerr1 hat-trick @frankirby + 4 assists pic.twitter.com/na3FBxKDpb
— UEFA Women s Champions League (@UWCL) March 14, 2021
Chelsea vann einnig deildarbikarinn á síðustu leiktíð og eins og áður sagði þarf mikið að gerast svo þær verði ekki enskir meistarar er yfirstandandi leiktíð lýkur.