Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 09:01 Cristiano Ronaldo fær hér verðlaun afhent frá Pele þegar Ronaldo var kosinn besti fótboltamaður heims fyrir árið 2008. EPA/STEFFEN SCHMIDT Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira