Zidane getur ekki útskýrt nýjustu meiðsli Eden Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 16:01 Eden Hazard og Zinedine Zidane ræða málin í leik Real Madrid á dögunum. Hazard hefur aldrei náð sér á strik hjá spænska félaginu. EPA-EFE/JuanJo Martin Eden Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um helgina eftir að hafa verið frá í einn og hálfan mánuð en hann meiddist aftur eftir aðeins fimmtán mínútur. Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira