Fyrir helgi ákváðu íslensk, írsk, dönsk, norsk og búlgörsk sóttvarnayfirvöld að gera hlé á notkun efnisins á meðan frekari upplýsinga væri aflað. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að afar mikilvægt væri að ganga úr skugga um að ekkert orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á efninu.
Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist.
Stofnunin kvaðst þó hafa til rannsaka skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.