Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Pep Guardiola með Oleksandr Zinchenko eftir einn leikinn hjá Manchester City. EPA-EFE/ALAN WALTER Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira