Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 14:17 Suðurlandsvegur við syðri enda Fagradalsfjalls við Borgarfjall í gær. Vísir/Jóhann K. Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08