Spenntur fyrir EM, stefnir á atvinnumennsku og segir Blika ætla sér þann stóra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 19:01 Róbert Orri ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Skjáskot Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem spilar hér á landi sem er á leið á EM U21 ef marka má listann sem birtist á vef UEFA í dag. Hann ætlar sér stóra hluti á EM sem og í Pepsi Max-deildinni í sumar. Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira