Spenntur fyrir EM, stefnir á atvinnumennsku og segir Blika ætla sér þann stóra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 19:01 Róbert Orri ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Skjáskot Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem spilar hér á landi sem er á leið á EM U21 ef marka má listann sem birtist á vef UEFA í dag. Hann ætlar sér stóra hluti á EM sem og í Pepsi Max-deildinni í sumar. Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti