Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 23:05 Vísindamenn rannsaka nú hvort stökkbreyting kunni að hafa valdið því að afbrigðið sé illgreinanlegt með PCR-prófum. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira