Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 11:48 Undanfarna mánuði hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen svæðisins frá Keflavíkurflugvelli, Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Almennt bann hefur þó ríkt á farþega þaðan með tilteknum undantekningum. Með breyttum reglum getur fólk sem hefur verið bólusett eða jafnað sig á Covid 19 frá löndum utan Schengen komið til landsins geti það sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Vísir/Vilhelm Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað. Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36