„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af boðuðum afléttingum á takmörkunum á landamærunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira