Veiran gæti hafa dreift sér víðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2021 12:25 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur alla með minnstu einkenni til að fara í skimun til að betur sjáist hvort veiran hafi náð að dreifa sér. Vísir/Vilhelm Um tuttugu hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi á meðan á faraldrinu hefur staðið. Sá sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudaginn er einn þeirra. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að veiran hafi dreift sér víðar en menn héldu og hvetur því alla með einkenni að mæta í skimun. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?