Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:35 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg. Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00