Ummæli í Hlíðamálinu dæmd ómerk en miskabætur lækkaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2021 14:45 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Landsréttur dæmdi í dag Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur hvora um sig til að greiða tveimur karlmönnum 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og greiðslu málskostnaðar vegna ummæla sem þær létu falla í tengslum við svokallaða Hlíðamál. Ein ummæli Hildar og fjögur ummæli Oddnýjar voru dæmd ómerk. Landsréttur kvað upp dóm sinn yfir þeim Hildi og Oddnýju klukkan tvö í dag. Rétturinn lækkaði upphæð miskabóta í tilfelli Oddnýjar um 120 þúsund krónur og í tilfelli Hildar um 50 þúsund krónur. Báðar þurfa ða greiða mönnunum hundrað þúsund krónur hvor. Þá var Oddný dæmd til að greiða um 1,5 milljónir króna og Hildur um 1,5 milljónir króna í málskostnað í ríkissjóð. Þær Oddný og Hildur voru í héraðsdómi dæmdar til að greiða mönnunum, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu, svokallaða miskabætur. Þar voru ummæli sem þær létu falla varðandi málið dæmd ómerk. Sömu ummæli voru dæmd ómerk í Landsrétti utan einna af fimm í tilfelli Oddnýjar. Oddný var í héraði dæmd til að greiða hvorum karlmanni 220 þúsund krónur í bætur vegna ummælanna. Hildur var dæmd til að greiða þeim 150 þúsund krónur hvorum fyrir sig. Boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöð Upphaf málsins má rekja til forsíðufréttar í Fréttablaðinu þann 9. nóvember 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í kjölfar fréttaflutnings vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna fréttarinnar. Ummæli dæmd ómerk Oddný var ein þeirra sem stóð að fyrrnefndum mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hún lét eftirfarandi ummæli falla á mótmælunum sem stefnt var fyrir: „Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.“ „Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.“ „Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.“ „Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir.“ Landsréttur dæmdi fjögur ummæli Oddnýjar – 1., 2., 3., og 5. – ómerk. Mennirnir stefndu Hildi hins vegar fyrir eftirfarandi ummæli sem hún lét falla á Facebook: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi Landsréttur aðeins hluta þessara ummæla ómerk, það er að segja „...körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið...“ . Hinn hluti ummælanna taldi Landsréttur að væri endursögn á fréttum, þ.e. varðandi að lögregla taldi ekki þörf á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum og varðandi það hvernig íbúðin var útbúin. Fréttin var uppfærð 22. mars Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 „Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn yfir þeim Hildi og Oddnýju klukkan tvö í dag. Rétturinn lækkaði upphæð miskabóta í tilfelli Oddnýjar um 120 þúsund krónur og í tilfelli Hildar um 50 þúsund krónur. Báðar þurfa ða greiða mönnunum hundrað þúsund krónur hvor. Þá var Oddný dæmd til að greiða um 1,5 milljónir króna og Hildur um 1,5 milljónir króna í málskostnað í ríkissjóð. Þær Oddný og Hildur voru í héraðsdómi dæmdar til að greiða mönnunum, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu, svokallaða miskabætur. Þar voru ummæli sem þær létu falla varðandi málið dæmd ómerk. Sömu ummæli voru dæmd ómerk í Landsrétti utan einna af fimm í tilfelli Oddnýjar. Oddný var í héraði dæmd til að greiða hvorum karlmanni 220 þúsund krónur í bætur vegna ummælanna. Hildur var dæmd til að greiða þeim 150 þúsund krónur hvorum fyrir sig. Boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöð Upphaf málsins má rekja til forsíðufréttar í Fréttablaðinu þann 9. nóvember 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í kjölfar fréttaflutnings vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna fréttarinnar. Ummæli dæmd ómerk Oddný var ein þeirra sem stóð að fyrrnefndum mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hún lét eftirfarandi ummæli falla á mótmælunum sem stefnt var fyrir: „Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.“ „Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.“ „Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.“ „Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir.“ Landsréttur dæmdi fjögur ummæli Oddnýjar – 1., 2., 3., og 5. – ómerk. Mennirnir stefndu Hildi hins vegar fyrir eftirfarandi ummæli sem hún lét falla á Facebook: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi Landsréttur aðeins hluta þessara ummæla ómerk, það er að segja „...körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið...“ . Hinn hluti ummælanna taldi Landsréttur að væri endursögn á fréttum, þ.e. varðandi að lögregla taldi ekki þörf á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum og varðandi það hvernig íbúðin var útbúin. Fréttin var uppfærð 22. mars
Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 „Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51
„Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00