Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 21:02 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir. Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20
Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27