„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. mars 2021 17:20 Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen. Vísir/Arnar Halldórsson Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. Það var rétt fyrir lokun staðarins á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi. „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna, alls ekki. Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ segir Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða það í rauninni að taka þarna fram fyrir hendurnar á hundaeigendum að einhverju leyti, setja þeim ákveðin mörk. Því ég er alveg sammála því að þetta eru engar aðstæður til að taka dýr í þegar það er komið margt fólk á staðinn og það er há tónlist og kannski ölvun og annað eins sem að getur alltaf gerst á svona stöðum,“ segir Ásgeir. Ljúfur og góður hundur sem var í ól Sjálfur var Ásgeir ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað, heldur var hann staddur á veitingastaðnum við hliðina. Hann hafði verið á Röntgen fyrr um kvöldið. „Þetta gerist rétt fyrir lokun. En þegar strákurinn kemur inn með þennan hund þá er honum bent á að hann eigi að sjálfsögðu að vera í ól og eigandinn útskýrði fyrir mér persónulega að um sé að ræða ljúfan og góðan, vel upp alinn hund, þrátt fyrir að hann líti kannski út fyrir að vera stór og ógnandi,“ segir Ásgeir. Hann hafi gert eigandanum grein fyrir því að það væri í lagi að vera með hundinn á staðnum svo lengi sem hundurinn væri í ól og eigandinn treysti hundinum. „Þetta er um kvöldmatarleytið sem að þetta samtal á sér stað en svo er hann kannski þarna aðeins of lengi. Þegar ég kem upp þá eru bæði hundurinn og strákurinn og stelpan farin úr húsi,“ útskýrir Ásgeir. Gerðist ekki upp úr þurru Hann hafi síðar heyrt af því hvað hafi komið upp á og strax eftir lokun hafi starfsfólk sest niður og rætt málið en sumu starfsfólki var nokkuð brugðið vegna atviksins. Ásgeir segir ekki rétt að atvikið hafi gerst upp alveg upp úr þurru. „Þetta var algjört óhapp,“ segir Ásgeir. Hann segir ekki ljóst nákvæmlega hvað gerðist en lýsir því sem svo að stelpan, sem ku vera mikill hundavinur, hafi verið að klappa hundinum þegar einhver hafi gengið fram hjá. Sá hafi líklega annað hvort stigið óvart á fót hundsins eða á ólina. Þá hafi hundurinn brugðist svona við. Aðspurður segist Ásgeir ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan stúlkunnar. Hann hafi átt samtal við föður hennar í gær sem hafi sagt að það líti út fyrir að farið hafi betur en á horfðist. „Ég hef ekki ennþá haft samband við eiganda hundsins en það sem ég hins vegar veit og þekki af honum er að þetta er ungur, mjög kurteis og skemmtilegur maður sem er fastagestur hjá okkur og ég veit að hann var í miklu áfalli og tók fulla ábyrgð á þessu,“ segir Ásgeir. Nýjar reglur byggi á ráðgjöf sérfræðinga Í ljósi atviksins er til skoðunar að setja nýjar reglur. „Við erum að ræða það okkar á milli að setja þessu einhver tímamörk,“ segir Ásgeir. Hann tekur fram að hingað til hafi gengið afar vel að bjóða dýr velkomin í fylgd með eigendum sínum. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds. Eins og ég sagði við blaðamann þá ætlum við að endurskoða reglurnar hjá okkur með tilliti til tímasetningar. Leyfa hunda til kl 19/20 t.d. Ölvun, há tónlist og hundar eiga ekki samleið held ég.— Ásgeir Guðmundsson (@sgeir_gudmunds) March 21, 2021 „Við höfum rætt það okkar á milli kannski að setja tímamörk kannski um kvöldmatarleytið,“ segir Ásgeir. Þá komi til greina að láta strangari viðmið gilda á þeim dögum sem meira er að gera eins og á fimmtudags, föstudags og laugardagskvöldum. Hann segir að ekki hafi endanlega verið tekin ákvörðun um það nákvæmlega til hvaða ráðstafana verður gripið. „Við ætlum líka að ræða þetta við fólk sem að þekkir þetta betur, bara upp á það að við séum ekki að setja einhverjar tilviljanakenndar reglur. Við viljum taka þá ákvörðun á einhverjum þekkingargrundvelli. Þannig við ætlum að ræða það við sérfræðinga í málefnum dýra, málefnum hunda og hundaeigendur, um það hvaða almennu reglur er hægt að setja til að allir séu sáttir,“ útskýrir Ásgeir. Næturlíf Reykjavík Dýr Veitingastaðir Gæludýr Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það var rétt fyrir lokun staðarins á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi. „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna, alls ekki. Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ segir Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða það í rauninni að taka þarna fram fyrir hendurnar á hundaeigendum að einhverju leyti, setja þeim ákveðin mörk. Því ég er alveg sammála því að þetta eru engar aðstæður til að taka dýr í þegar það er komið margt fólk á staðinn og það er há tónlist og kannski ölvun og annað eins sem að getur alltaf gerst á svona stöðum,“ segir Ásgeir. Ljúfur og góður hundur sem var í ól Sjálfur var Ásgeir ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað, heldur var hann staddur á veitingastaðnum við hliðina. Hann hafði verið á Röntgen fyrr um kvöldið. „Þetta gerist rétt fyrir lokun. En þegar strákurinn kemur inn með þennan hund þá er honum bent á að hann eigi að sjálfsögðu að vera í ól og eigandinn útskýrði fyrir mér persónulega að um sé að ræða ljúfan og góðan, vel upp alinn hund, þrátt fyrir að hann líti kannski út fyrir að vera stór og ógnandi,“ segir Ásgeir. Hann hafi gert eigandanum grein fyrir því að það væri í lagi að vera með hundinn á staðnum svo lengi sem hundurinn væri í ól og eigandinn treysti hundinum. „Þetta er um kvöldmatarleytið sem að þetta samtal á sér stað en svo er hann kannski þarna aðeins of lengi. Þegar ég kem upp þá eru bæði hundurinn og strákurinn og stelpan farin úr húsi,“ útskýrir Ásgeir. Gerðist ekki upp úr þurru Hann hafi síðar heyrt af því hvað hafi komið upp á og strax eftir lokun hafi starfsfólk sest niður og rætt málið en sumu starfsfólki var nokkuð brugðið vegna atviksins. Ásgeir segir ekki rétt að atvikið hafi gerst upp alveg upp úr þurru. „Þetta var algjört óhapp,“ segir Ásgeir. Hann segir ekki ljóst nákvæmlega hvað gerðist en lýsir því sem svo að stelpan, sem ku vera mikill hundavinur, hafi verið að klappa hundinum þegar einhver hafi gengið fram hjá. Sá hafi líklega annað hvort stigið óvart á fót hundsins eða á ólina. Þá hafi hundurinn brugðist svona við. Aðspurður segist Ásgeir ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan stúlkunnar. Hann hafi átt samtal við föður hennar í gær sem hafi sagt að það líti út fyrir að farið hafi betur en á horfðist. „Ég hef ekki ennþá haft samband við eiganda hundsins en það sem ég hins vegar veit og þekki af honum er að þetta er ungur, mjög kurteis og skemmtilegur maður sem er fastagestur hjá okkur og ég veit að hann var í miklu áfalli og tók fulla ábyrgð á þessu,“ segir Ásgeir. Nýjar reglur byggi á ráðgjöf sérfræðinga Í ljósi atviksins er til skoðunar að setja nýjar reglur. „Við erum að ræða það okkar á milli að setja þessu einhver tímamörk,“ segir Ásgeir. Hann tekur fram að hingað til hafi gengið afar vel að bjóða dýr velkomin í fylgd með eigendum sínum. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds. Eins og ég sagði við blaðamann þá ætlum við að endurskoða reglurnar hjá okkur með tilliti til tímasetningar. Leyfa hunda til kl 19/20 t.d. Ölvun, há tónlist og hundar eiga ekki samleið held ég.— Ásgeir Guðmundsson (@sgeir_gudmunds) March 21, 2021 „Við höfum rætt það okkar á milli kannski að setja tímamörk kannski um kvöldmatarleytið,“ segir Ásgeir. Þá komi til greina að láta strangari viðmið gilda á þeim dögum sem meira er að gera eins og á fimmtudags, föstudags og laugardagskvöldum. Hann segir að ekki hafi endanlega verið tekin ákvörðun um það nákvæmlega til hvaða ráðstafana verður gripið. „Við ætlum líka að ræða þetta við fólk sem að þekkir þetta betur, bara upp á það að við séum ekki að setja einhverjar tilviljanakenndar reglur. Við viljum taka þá ákvörðun á einhverjum þekkingargrundvelli. Þannig við ætlum að ræða það við sérfræðinga í málefnum dýra, málefnum hunda og hundaeigendur, um það hvaða almennu reglur er hægt að setja til að allir séu sáttir,“ útskýrir Ásgeir.
Næturlíf Reykjavík Dýr Veitingastaðir Gæludýr Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira