Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:59 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta. Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira