Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 18:41 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27