Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 20:40 Lárus er að gera góða hluti í Þorlákshöfn. vísir/hulda margrét Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. „Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
„Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn