Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 11:03 Skipverjarnir halda kyrru fyrir í skipinu í höfn á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. „Það er álitið að það sé mjög smitandi og mjög erfitt. Ég veit ekki hversu vel það hefur staðfest. Það er ekki jafn vel staðfest eins og með breska afbrigðið en fólki virðist standa meiri stuggur af þessu brasilíska,“ segir Kári við Fréttablaðið. Þegar súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði á laugardag voru sjö af 19 manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi allar líkur á að skipverjarnir væru smitaðir af brasilíska afbrigði kórónuveirunnar og er það raunin. Hafþór Eide Hansson yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði fór um borð í skipið síðdegis á laugardag, líkt og skylt er samkvæmt lögum. Hann lýsti aðkomunni í samtali við Vísi í gærkvöldi og segir það ekki hafa komið í ljós nema gengum krókaleiðir að áhöfnin væri veik. Greinilegt var að skipstjórinn væri veikur. Hafþór fékk svo að vita það í fyrrakvöld að tíu skipverjar hefðu greinst með Covid. „Mér varð náttúrulega bylt við vegna þess að ég vildi helst ekki fara um borð í þetta skip, fyrst það voru þarna sex, átta menn veikir að koma frá Brasilíu. En ég passaði mig reyndar rosalega vel að koma ekkert nálægt þessum þremur mönnum sem þar voru, og sérstaklega skipstjóranum sem var mjög lasinn.“ Hafþór er nú komin í sóttkví og verður næstu daga. Hann verður ekki boðaður í skimun fyrr en í lok vikunnar. „Ég bíð bara rólegur þangað til. En það er allavega mín skoðun að það eigi ekkert að vera að senda menn um borð í þessi skip sem er ekki búið að bólusetja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Áliðnaður Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Það er álitið að það sé mjög smitandi og mjög erfitt. Ég veit ekki hversu vel það hefur staðfest. Það er ekki jafn vel staðfest eins og með breska afbrigðið en fólki virðist standa meiri stuggur af þessu brasilíska,“ segir Kári við Fréttablaðið. Þegar súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði á laugardag voru sjö af 19 manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi allar líkur á að skipverjarnir væru smitaðir af brasilíska afbrigði kórónuveirunnar og er það raunin. Hafþór Eide Hansson yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði fór um borð í skipið síðdegis á laugardag, líkt og skylt er samkvæmt lögum. Hann lýsti aðkomunni í samtali við Vísi í gærkvöldi og segir það ekki hafa komið í ljós nema gengum krókaleiðir að áhöfnin væri veik. Greinilegt var að skipstjórinn væri veikur. Hafþór fékk svo að vita það í fyrrakvöld að tíu skipverjar hefðu greinst með Covid. „Mér varð náttúrulega bylt við vegna þess að ég vildi helst ekki fara um borð í þetta skip, fyrst það voru þarna sex, átta menn veikir að koma frá Brasilíu. En ég passaði mig reyndar rosalega vel að koma ekkert nálægt þessum þremur mönnum sem þar voru, og sérstaklega skipstjóranum sem var mjög lasinn.“ Hafþór er nú komin í sóttkví og verður næstu daga. Hann verður ekki boðaður í skimun fyrr en í lok vikunnar. „Ég bíð bara rólegur þangað til. En það er allavega mín skoðun að það eigi ekkert að vera að senda menn um borð í þessi skip sem er ekki búið að bólusetja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Áliðnaður Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29