Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 14:01 Eigandi Rönten segir algengara að fólk mæti með hunda sín í einn drykk eftir vinnu heldur en seinna um kvöldið eins og gerðist á föstudag. Getty Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds. Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds.
Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01