Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2021 15:07 Heimsfaraldurinn hefur reynst mörgum fyrirtækjum í veitingarekstri mjög erfiður. Vísir/Vilhelm Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Hún segir að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns. Fyrst var greint frá breytingunum á vef Eiríks Jónssonar. Að sögn Mörtu hefur heimsfaraldur kórónuveiru og fækkun ferðamanna haft áhrif á reksturinn. Sérstaklega hafi borið á því í Bankastræti þar sem erlendir ferðamenn voru hátt í 80 prósent viðskiptavina. Er bjartsýn á framhaldið Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar. „Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“ Kaffitár ehf. tapaði 71 milljón króna árið 2019 samkvæmt ársreikningi og 115 milljónum króna árið 2018 en ársreikningur síðasta árs liggur ekki fyrir. Nýja Kaffibrennslan ehf., systurfyrirtæki heildsölunnar Ó. Johnson & Kaaber ehf. gekk frá kaupum á rekstri Kaffitárs árið 2019. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Kaffitár selt Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. 23. nóvember 2018 13:13 Kaffitár tapaði 115 milljónum Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017. 10. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Hún segir að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns. Fyrst var greint frá breytingunum á vef Eiríks Jónssonar. Að sögn Mörtu hefur heimsfaraldur kórónuveiru og fækkun ferðamanna haft áhrif á reksturinn. Sérstaklega hafi borið á því í Bankastræti þar sem erlendir ferðamenn voru hátt í 80 prósent viðskiptavina. Er bjartsýn á framhaldið Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar. „Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“ Kaffitár ehf. tapaði 71 milljón króna árið 2019 samkvæmt ársreikningi og 115 milljónum króna árið 2018 en ársreikningur síðasta árs liggur ekki fyrir. Nýja Kaffibrennslan ehf., systurfyrirtæki heildsölunnar Ó. Johnson & Kaaber ehf. gekk frá kaupum á rekstri Kaffitárs árið 2019. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Kaffitár selt Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. 23. nóvember 2018 13:13 Kaffitár tapaði 115 milljónum Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017. 10. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Kaffitár selt Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. 23. nóvember 2018 13:13
Kaffitár tapaði 115 milljónum Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017. 10. júlí 2019 09:30