Búið að handtaka eltihrellinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:12 Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa unnið skemmdarverkið. Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07