„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 12:34 Jóhann Björn Skúlason er yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira