Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:13 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira