Þá greindi RÚV frá því í gærkvöldi að starfsmaður sem vinnur í Vesturbæjarskóla hafi smitast af veirunni og þar er allur 2. bekkur nú í sóttkví.
Smit greindist einnig í Laugalækjarskóla í gærkvöldi eins og Vísir hefur þegar greint frá. Þar var um nemanda í 8. bekk að ræða og eru allir nemendur skólans nú komnir í sóttkví.
Áður hafði svo verið greint frá því að ellefu nemendur í Laugarnesskóla hafi greinst með kórónuveiruna á þriðjudag. Þar voru allir nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla sendir í sóttkví sem og allir þeir sem æfa fótbolta með 5. flokki karla hjá Þrótti eftir að smit greindust í árgangnum og flokknum.