Meðlag, skuldagildra? Ottó Sverrisson skrifar 25. mars 2021 10:30 Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar