Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2021 13:49 Smit hefur greinst hjá flugfélaginu Ernir og er þorri starfsfólks flugfélagsins nú í sóttkví. Vísir/Vilhelm Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52