Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 18:11 Salmond var í fyrra sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. epa/Hannah Mckay Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí. Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér. Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44
Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20
Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44
Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00