Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis. Vísir/Friðrik Þór Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira