Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar og segir dóminn staðfesta sterkan rétt borgarinnar til að stýra sínu skipulagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum. Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum.
Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira