Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja þetta smit og heldur rakning áfram í dag. Rakningu er lokið hjá öðrum sem greindust að því er fram kemur í tilkynningunni.
Um það bil 1.500 eru í sóttkví sem stendur og er viðbúið að fleiri bætist í þann hóp í ljósi þess að smit greindist utan sóttkvíar. Ekki er víst hversu margir þurfa í sóttkví vegna þessa.
Hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um stöðu faraldursins, en tölurnar eru þó ekki uppfærðar um helgar. Fleiri eru því með virkt smit og í sóttkví en fram kemur í yfirlitinu.