Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2021 23:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, daginn sem Kap VE, skipið fyrir aftan, landaði fyrstu loðnu íslensks fiskiskips í þrjú ár. Egill Aðalsteinsson „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. „Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
„Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39