Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2021 08:30 Bílaröð er þegar farin að myndast við Suðurstrandaveg upp úr klukkan níu í morgun. Vegurinn verður opnaður klukkan tíu. Aðsend Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55
Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent